Sigurjón Arnarson ljósmyndari, oftast kallaður Sissi, er fæddur í Reykjavík og lauk sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 2008. Frá árinu 2004 hefur Sissi aðalega starfað við auglýsingaljósmyndun og myndað auglýsingaefni fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins, þar á meðal fyrir vörumerkin Coke Cola, ZO-ON, ICE WARE, BYKO, Iceland Express, WOW air og fleiri.
Frá árinu 2016 hefur Sissi rekið vinnustofu undir eigin nafni í stúdíói sínu í Kópavogi. Árið 2019 opnaði Sissi netverslun með verkum sínum. Verkin eru samspil ljósmynda, teikniborðs og tölvuforrits. Hér er listamaðurinn að vinna með mörk ljósmyndunar og málverks með því að vinna eingöngu í öðrum miðlinum. Það er alþekkt að myndlistamenn reyni að raungera ljósmyndir í málverkum sínum en minna þekkt að ljósmyndir séu notaðar til þess að nálgast málverkið á þann hátt sem hér er gert.
Þegar verkin eru framleidd eru þau dagsett og árituð af listamanninum.
Sigurjón Arnarson
sissi@sissi.is
GSM 821-4003
Skilmálar og persónuvernd
Sissi með eintak af verkinu FÖL í stærðinni 60×60 cm, en verkið hefur verið mjög vinsælt.
Verkin er hægt að fá prentuð á striga mjög stór í allt að 140×140 cm stærð,
Umfjöllun fjölmiðla
Hitt og þetta þar sem umfjöllunarefnið er listsköpun Sissa