Sigurjón Arnarson ljósmyndari, oftast kallaður Sissi, er fæddur í Reykjavík og lauk sveinsprófi í ljósmyndun frá Iðnskólanum í Reykjavík  árið 2008. Frá árinu 2004 hefur Sissi aðalega starfað við auglýsingaljósmyndun og myndað auglýsingaefni fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins, þar á meðal fyrir vörumerkin Coke Cola, ZO-ON, ICE WARE, BYKO, Iceland Express, WOW air og fleiri.
Frá árinu 2016 hefur Sissi rekið vinnustofu undir eigin nafni í stúdíói sínu í Kópavogi. Árið 2019 opnaði Sissi netverslun með verkum sínum. Verkin eru samspil ljósmynda, teikniborðs og tölvuforrits. Hér er listamaðurinn að vinna með mörk ljósmyndunar og málverks með því að vinna eingöngu í öðrum miðlinum. Það er alþekkt að myndlistamenn reyni að raungera ljósmyndir í málverkum sínum en minna þekkt að ljósmyndir séu notaðar til þess að nálgast málverkið á þann hátt sem hér er gert.
Þegar verkin eru framleidd eru þau dagsett og árituð af listamanninum.
 
Sigurjón Arnarson
sissi@sissi.is
GSM 821-4003
Skilmálar og persónuvernd
Sissi með eintak af verkinu FÖL í stærðinni 60×60 cm, en verkið hefur verið mjög vinsælt.
Verkin er hægt að fá prentuð á striga mjög stór í allt að 140×140 cm stærð,

Umfjöllun fjölmiðla

Hitt og þetta þar sem umfjöllunarefnið er listsköpun Sissa


500.is
Viðtal við Sissa á vefsíðunni 500.is þar sem fjallað er um ódæmigerðan vinnudag listamannsins. Slóð á geinina á 500.is
ello.co
Umjöllun á forsíðu vefsíðunnar www.ello.co sem er samfélag listamanna með yfir milljón notendur um allan heim. Þess má geta að yfir 150 þúsund einstaklingar fóru á prófíl síðuna hans Sissa og skoðuðu verkin í kjölfarið. Slóð á prófílinn hans Sissa á ello.co
Persónuvernarstefna
Þegar þú heimsækir vefinn sissi.is þá verða til upplýsingar um heimsókn þína. Sissi.is virðir friðhelgi persónuupplýsinga og því miðlum við þeim upplýsingum sem safnast, ekki til ótengdra aðila. Með því að heimsækja vefinn lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi. Meira um stefnu okkar hér Persónuvernarstefna
Youtube
Consent to display content from Youtube
Vimeo
Consent to display content from Vimeo
Google Maps
Consent to display content from Google