Lýsing
Verkið er afhent á striga sem tryggir endingu og skilar einstökum litatónum verksins fullkomlega. Öll verkin eru tekin út af listamanninum og tryggt að gæðin séu í hæsta gæðaflokki áður en þeim er pakkað fyrir sendingu.
Verkið er áritað af listamanninum.
Nánar um þessa mynd:
RAUN
Jákvæðni og gleði eru mér mjög hugleikin og hafa verið í langan tíma, ég gjörsamlega elska dagana þegar ég fer að sofa og dagurinn var fullur af gleði, leik og jákvæðni. Ég er að vísu frekar heppinn þegar að þessu kemur því ég hef alltaf verið einu númeri of jákvæður miðað við aðra í kringum mig. Það þýðir þó ekki að ég hafi ekkert fyrir því að taka brosandi á móti deginum.
Ég ákvað því í jákvæðnis kasti að henda niður nokkrum hlutum sem ég “reyni” að fara eftir, eða hafa í huga en tekst þó ekki alltaf, því miður. Þetta er eitthvað sem ég hef tileinkað mér, en ekki einhver reglugerð eða heilagur sannleikur.
Ok lets do this, 12 hlutir sem þú getur haft í huga til að vera jákvæðari og glaðari.
- Segðu það og trúðu því.
Þú ert frábær, það er bara staðreynd, það er enginn eins og þú og þú ert uppfullur af hæfileikum og getu, þú hefur heldur aldrei litið betur út eða verið á betri aldri, ég er hræðilegur hvað þetta varðar, þegar ég vakna á morgnanna og góni á sjálfan mig burstandi tennurnar þá dæli ég bara hrósi á mig, hvort sem ég á það skilið eða ekki 🙂 þetta er orðinn svo mikill vani að ég verð hissa ef ég geri þetta ekki, það gerir það líka að verkum að í hvert skipti sem ég sé spegilmyndina mína, hvar sem er raunar þá segir góða röddin inni í mér, djöfull ertu flottur 🙂 ég mæli eindregið með þessu, dagurinn byrjar svo hrikalega vel svona.
- Hættu að taka mark á því neikvæða.
Það er svo skítlétt að vera neikvæður og fúll á móti að það er ekki einu sinni áskorun, það er léttast í heimi. Einu sinni var mér sagt “það er ekkert mál að þykjast að vera leiðinlegur en það getur enginn þóst vera skemmtilegur” og þetta er bara staðreynd, það er fólk í magra kílómetra röð með næsta númer til að vera fúll á móti eða almennt neikvæður eða leiðinlegur. Ástæðan er einföld, það er bara svo létt að vera leiðinlegur og af hverju ætti maður að taka mark á þeim sem eru leiðnlegir/neikvæðir ef þeir hafa ekki einu sinni neitt fyrir því. Það er gjörsamlega metnaðarlaust að vera Skúli fúli. Þú tekur ekki mark á öðrum sem leggja ekki metnað í það sem þeir gera og ekki vera þá að taka mark á fúlum neikvæðum á sama máta. Það eina sem þetta fólk getur er að dæla einhverri vanlíðan út í lofið, það geta það allir. Ég reyni yfirleitt að forðast svoleiðis fólk og það sem það hefur að segja ef ég mögulega get.
- Talaðu eingöngu vel um aðra, neitaðu að taka þátt í baktali.
Þetta er ekki eins auðvelt og það hljómar, fólk gjörsamlega elskar að baktala og smjatta á öðrum og ég hef sko alveg tekið þátt í svoleiðis. En engu að síður er það algjör snilld að sleppa þessu alveg. Þegar mér hefur gengið best þá hef ég hægt og rólega dregið mig útúr baktals samræðum, en mér hefur ekki þótt það skynsamt að vera að setja ofan í við aðra fyrir að baktala því það eru rúmlega allir sem þú þarft að eiga við ef þú ætlar að vera siðgæðisvörður í þessum málum, en það er allt í lagi að fara útúr samræðunum og fara að gera eitthvað annað eða einfaldlega benda á þá staðreind að yfirleitt veit maður ekkert um staðreindir baktalsinns og það er að öllum líkindum stórlega ýkt eða einfaldlega rangt. Annað við baktal er að maður kemst oftast að því að það sé verið að baktala mann og yfirleitt veit maður alveg hverjir það voru sem voru að gera það, ekki gott fyrir þá.
Kosturinn við að baktala ekki er að að hægt og rólega fattar fólk að þú ert ekki að dæma eða baktala í þessum samræðu og það byrjar að treysta þér sem aðilanum sem sér hina hliðina á málum eða stoppar baktal og þú uppskerð traust og trúnað sem þú fengir aldrei með því að baktala eða smjatta á veikleikum annara. Svo líður þér miklu betur og getur alltaf horft djúpt í augun á öllum með hreina samvisku og bros á vör.
- Hlustaðu á hressandi tónlist.
Það er fátt sem kemur mér út vondu/pirruðu skapi jafn fljótt og góð hressandi tólnlist með jávæðum eða kraftmiklum skilaboðum. Ég set oft hressandi tónlist í gang í bílnum á leiðinni í vinnuna og þá mætir maður hress og peppaður inn í daginn.
- Þakklæti og væntingar í takt við raunveruleikann.
Væntingar mínus raunveruleiki er = hve hamingju samur þú ert, leyfið mér að útskýra: Ef þú er með væntingar um eitthvað sem eru ekki í takt við hvað er raunverulega að fara að gerast í stöðunni þá verður þú vonsvikinn og óhamingju samur. Stundum lendir maður í þessu án þess að hafa komið sjálfum sér í stöðuna td. þegar maður missi vinnu, ættingja eða annað slíkt, en oftast er maður að gera sjálfum sér þetta með því að vera að miða sig við aðra sem hafa eitthvað/ eiga eitthvað eða jafnvel þykjast eiga eitthvað sem er útfyrir það sem þú getur í þínum raunveruleika. Hættu því! Hér er mjög mikilvægt að vera ekki að setja á sig þá pressu að vera eins og aðrir, ef þú einfaldlega ert með væntingar í samræmi við það sem þú getur þá verður þú hamingju samur og þakklátur fyrir það sem þú hefur og ef maður er ánægður með það sem þú færð fremur en að vera óánægður með það sem þú færð ekki þá verður þú ótrúlega þakklátur og fullur af lífsgleði. Mín reynsla er að maður eru furðu fljótur að aðlaga sig að nýjum veruleika ef maður er meðvitaður um þetta, og fljótur að verða glaður aftur ef allt fer á versta veg. Staðreindin er líka sú að það er sama hvað þú hefur, það er alltaf einhver sem hefur það aðeins betra.
- Heyfðu þig / alltaf.
Líkaminn þinn vill hreyfingu, hann elskar átök, losaðu um pirring og leiðindi í lóðin eða á hlaupabrettinu og ef þú tekur nóg á því þá færðu smá dópamín í heilann og þú færð létta sælutilfinningu. Prufaðu líka að koma þér á óvart með því að fara útfyrir þægindaramman, þú getur miklu meira en þú heldur í ræktinni. Það er ekkert smá gefandi að gera meira en maður heldur að maður geti. Svo er það bara þannig að það hafa allir tíma fyrir ræktina, ef forsetar og forstjórar hafa tíma til þess þá hefur þú sko tíma til þess líka.
- Settu þér markmið og náðu þeim og fagnaðu svo.
Markmið þurfa ekki að vera stór, vakna á réttum, svara 5 emailum, mæta í ræktina, betri tími á hlaupabrettinu, hrósa einhverjum, mála vegginn í stofunni og lesa bók fyrir börnin svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægast er að setja sér markmiðin og svo að klára þau og jafnvel enn mikilvægara að minna sig á að maður tékkaði í boxið og kláraði, það er fátt jafn frábært og að klára eitthvað, tékka í box, fá tilfinninguna um að maður hafi áorkað einhverju taka eftir því og gefa sér smá “vel gert frá sjálfum sér”. Stærri markmið er svo gott að búta niður og fagna hverjum áfanga sem næst í átt að stóra verkefninu. Ég er alltaf duglegur að minna mig á það sem ég klára þegar ég hef sett mér markmið um eitthvað, lítil áminningu um alla litlu sigrana.
- Róa sig…
Það tekur allt meiri tíma en maður heldur, andaðu með nefinu.
- Ekki hlusta á þinn versta óvin.
Stundum líður mér eins það hafi tekið bólfestu í mér einhver mesti fáviti sem ég hef nokkrutíman hitt og það sem verra er að hann stjórnar stundum röddini inni í mér. Hér er bara einhver gaur sem ég hef aldrei hitt og hann tekur sig bara til við ótrúlegustu aðstæður algjörleg óumbeðinn og byrja bara að drulla yfir það sem ég er að gera og þær ákvarðarnir sem ég hef tekið eða er að fara að taka, ég myndi ekki óska mínum versta óvini það að fá þennan bjána í sitt líf. Ég held að því miður séum við alltof mörg að hlusta á yfirleitt vonlausar ráðleggingar hans á hlutum sem hann með fyllri viðrðingu hefur ekki hundsvit á. Eitthvað sem gæti huganlega kannski gerst í einhverri óþekktri framtíð. Hann mætir þegar maður þarf ekkert á honum að halda og minnir mann á hluti sem maður getur ekkert gert í helst rétt áður en maður fer að sofa 🙂 Algjör bjáni.
Þú ert ekki nógu góður, það er enginn að fara að fýla þetta, ój þú ert nú meiri fávitinn, eru klassískar setningar sem hann hefur uppá að bjóða. Hann er meira að segja mættur hér núna þegar ég skrifa þetta og er að segja mér að það hafi enginn gagn af þessu, “hvað veist þú um jákvæðni, afhverju ætti einhver að lesa þetta, fólk á bara eftir að halda að þú sért skrítinn ef þú póstar þessu á Facebook.” Mitt ráð er að reyna eftir fremsta magni að hlusta ekki á hann nema hann hafi eitthvað jákvætt að segja. Hægara sagt en gert, ég veit 🙂
- Vertu næs við fólk
Það að gleðja aðra án þess að hafa einhvern tilgang sem þjónar þér sjálfum er algjör snilld, það er ekkert jákvæðara eða meira gefandi en að gleðja aðra. Hér er oftar betra en meira, taktu með smá nammi í vinnuna á föstudegi og gefðu vinnufélögunum, hrósaðu þeim sem standa sig vel, hjálpaðu þeim sem þú getur. Talaðu vel um fólk sem er að standa sig vel og hlustaðu á það þegar það er að segja þér eitthvað sem skiptir það máli. Ef þú veist að einhverjum líður illa, reyndu þá að létta honum lund, segðu honum að þér sé ekki sama. Brostu mikið, það að brosa mikið er æðislegt, og þú færð margfalt meira af brosum yfir daginn ef þú einfaldlega brosi til annara.
- Klúðraðu vel.
Það er sama hvað þú þykist vera mikill gúrú eða hvað þú ert yndisleg manneskja, það gera allir í brækurnar endrum og eins og gjörsamlega klúðra því sem þeir eru að reyna að gera. Hér er mikilvægt að vera jákvæður, já ég veit, ekki auðvelt 🙂 og reyna að læra af mistökunum svo maður lendi ekki í sömu aðstöðu aftur. Gera upp það sem illa fór og halda svo áfram reynslunni ríkari og betri manneskja fyrir vikið og alls ekki dvelja í fortíðnni. Það klúðra allir, ekki dæma aðra of hart þó þeir taki feilspor, sérstaklega ef þeir eru að reyna að bæta sitt ráð. Það eiga allir skilið annan séns.
- Leiktu þér.
Dansaðu eins og bjáni, segðu skrítna brandara, bullaðu, talaðu við ókunnuga, reyndu að sjá það sem er skrítið og sniðug í umhverfinu þínu gerðu grín af sjálfum þér og fáðu fólkið í kringum þig til þess að taka þátt í vitleysunni með þér. Það hafa nefnilega allir gaman af því að leika sér aðeins… það þarf ekki vera svona alvarlegt alltaf, það er ekkert verra að gera hlutina með brosi á vör. Svo líður tíminn hraðar þegar það er gaman 🙂
Þessi nýja mynd mín RAUN tengist þessu jákvæðnistali svolítið, því ég var í nokkra daga fastur með hana, en á sama tíma var ég fullur af neikvæðni, vanlíðan og vonleysi. Ég er viss um að ég var fastur í sköpuninni vegna þess að ég var dottinn í neikvæðni.Væntingar mínar voru hærri en raunveruleikinn, ég var of æstur í að hlutirnir gerðust hratt, hlustaði á neikvæðu röddina mína og var ekki að sjá litlu hlutina sem ég var búinn að áorka á sama tíma.
Sem betur fer á ég góða vini og er með gott fólk í kringum mig sem dró mig upp í gleðina aftur, en strax og ég varð jákvæðari kom sköpunin aftur og ég náði að klára þessa geggjuðu mynd.
Ég vona að þið fýlið hana, mér finst hún æði. 🙂
Og takk ef þú ert búinn að lesa alla leiðina hinga, vel gert 🙂 Þú mátt alveg hrósa þér fyrir að hafa klárað þessa langlóku frá mér 🙂
Lítill sigur í dag að mínu mati 😛 Þú átt skilið hrós 🙂