Lýsing
Verkið er afhent á striga sem tryggir endingu og skilar einstökum litatónum verksins fullkomlega. Öll verkin eru tekin út af listamanninum og tryggt að gæðin séu í hæsta gæðaflokki áður en þeim er pakkað fyrir sendingu.
Verkið er áritað af listamanninum.
Nánar um þessa mynd:
FÖR
Það er svo magnað með þetta líf að þó þú sért búinn að ákveða að fara í eina átt og er á fullu á leiðinni þangað á lífið það til að rífa þig upp með rótum og segja: “nei vinur, þú ert ekki að fara neitt, ég er með allt önnur plön fyrir þig”. Allt bremsar í skamma stund og næstum strax og án aðlögunar er manni troðið í nýjan veruleika, á hvolfi, í shokki og alls ekki til í það.
Á sama máta virðist maður aldrei vita hvað maður hefur fyrr en maður hefur misst það og einhvernveginn kemur þetta tvent alltaf í pörum, aldrei getur maður lært að njóta góðu stundanna og látið þær endast. Í besta falli á maður yndislegar minningar frá einhverju sem naut í augnablikki á einhverjum ákveðnum tíma en er nú farið.
Kannski er miskilningurinn manns sjálfs að halda að eitthvað sem var sé toppurinn á því sem maður á eftir að upplifa, gott ferðalag, fyrsta ástin, stærsta útborgunin eða 15 mínútna frægðin. Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það besta sé eftir, ég trúi því að besti dagur lífs míns sé alltaf á leiðinni, hann bara einfaldlega getur ekki verið í fortíðinni því þangað get ég ekki farið, en framtíðin er amk eitthvað sem ég smá á möguleika á.
Þó að lífið mitt sé búið að vera að mestu átakalaust og stærstu sársaukarnir séu kannski eftir þá trúi ég því statt og stöðugt að einhverstaðar þarna í framtíðinni, sé besti dagur lífs míns að bíða eftir mér og það sem er enn betra er að þeir eru nokkrir.
Maður ferðast frá einum stað á annan, úr einu ævintýri í annað hvort sem þú villt það eða ekki, sumir eru heppnir í dag, aðrir á morgun, en góðu fréttirnar eru að þú ert alltaf með það með þér sem þarf til þessa að gera framtíðina frábæra, þú ert nefnilega með það sem skiptir mestu máli, sjálfan þig.
Ég gaf þessari mynd nafnið FÖR því í mínum huga er hún að túlka ferðalagið og óttan sem öllum ferðalögum fylgir og tímabilið sem líður á milli þess besta sem var og þess besta sem er framundan og þó að ferðalagið sé stundum ógnvekjandi er alltaf góð veisla einhverstaðar við veginn.
Njótið dagsinn, hver veit nema hann verði sá besti hingað til.